Um verkefnamišlun

Markmiš Verkefnamišlunar er aš efla tengsl milli nemenda og fyrirtękja. Verkefnamišlun er verkefni į vegum Ķslenska sjįvarklasans, sprottiš frį menntahópi

Um Verkefnamišlun

Markmið Verkefnamiðlunar er að efla tengsl milli nemenda og fyrirtækja.

Verkefnamiðlun er verkefni á vegum Íslenska sjávarklasans, sprottið frá menntahópi sem starfar með klasanum. Það er tilkomið vegna aukinnar þarfar við að tengja nemendur og fyrirtæki í sjávarútvegstengdum greinum, en vegna mikillar eftirspurnar eru nú verkefni úr öllum greinum atvinnulífsins.

Aðilar menntahópsins eru: 

 • Fisktækniskólinn
 • Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum
 • Háskólasetur Vestfjarða
 • Háskólinn á Akureyri
 • Háskólinn á Hólum
 • Háskóli Íslands
 • MarkMar
 • Samtök Atvinnulífsins
 • Scuba Iceland
 • Sjávarútvegsskóli háskóla sameinuðu þjóðanna
 • Tækniskólinn

Vefurinn er í samstarfi með Iceland Geothermal, GEORG-Rannsóknarklasa í jarðhita og Nýsköpunarmiðstöð Íslands.

Á vefnum geta nemendur nálgast verkefni sem fyrirtæki vantar fólk í en einnig hafa fyrirtæki aðgang að þeim nemum sem hafa skráð sig og óskað eftir verkefnum til að vinna. Sem stendur er megináherslan á nemendur á háskólastigi, nemendum af menntaskólastigi er þó velkomið að skrá sig og hægt að gera það hér til hliðar undir "Skráning nemenda".

Ef þitt fyrirtæki hefur verkefni, eitt eða fleiri, sem það vill fá nema eða nemdur til að vinna, ekki hika við að hafa samband! Nemendur eru einnig hvattir til að hafa samband og skrá sig á vefinn því hver veit hvar tækifærin liggja.

Allar nánari upplýsingar um verkefni, skráningar og annað veitir Eva Rún Michelsen (eva@sjavarklasinn.is).

 


 

              GEORG   Iceland Geothermal    

 

Verkefnamišlun.is | Ķslenski sjįvarklasinn, Hśs Sjįvarklasans, Grandagarši 16, 101 Reykjavķk | verkefnamidlun@verkefnamidlun.is 

 

© 2012 Ķslenski sjįvarklasinn