Nıtt framtak – efling tengsla milli nemenda og fyrirtækja

Nıtt framtak – efling tengsla milli nemenda og fyrirtækja Íslenski sjávarklasinn kynnir nıtt framtak sem ber heitiğ Verkefnamiğlun. Um er ağ ræğa eflingu

Nıtt framtak – efling tengsla milli nemenda og fyrirtækja

Nıtt framtak – efling tengsla milli nemenda og fyrirtækja

Íslenski sjávarklasinn kynnir nýtt framtak sem ber heitið Verkefnamiðlun. Um er að ræða eflingu tengsla milli nemenda og fyrirtækja með miðlun á raunhæfum verkefnum.

Nú þegar eru í boði 50 verkefni fyrir nemendur. Verkefnin eru af öllum stærðum og gerðum og geta verið allt frá smáum annarverkefnum yfir í lokaverkefni og möguleg sumarstörf.

Með þessu framtaki myndast enn betri tengsl milli skóla og  atvinnulífs og nemendur fá tækifæri til að öðlast starfsreynslu hjá íslenskum fyrirtækjum tengd sinni fagþekkingu og áhugasviði. Á sama tíma fá fyrirtæki tækifæri til að komast í tengsl við áhugasama og metnaðarfulla nemendur í verkefni sem oft sitja á hakanum sökum anna og mögulega skorts á þekkingu, sér í lagi hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum. 

Verkefnið er tilkomið vegna samstarfs menntahóps Sjávarklasans, en hópurinn samanstendur af fulltrúum úr framhalds- og háskólum hér á landi sem bjóða upp á haftengt nám. Verkefnið hefur verið unnið undir forystu Háskólans á Akureyri, er kostað af Íslandsbanka og stutt af fjölda fyrirtækja og stofnana, þar á meðal Faxaflóahöfnum, Vísi hf., Eimskip, Marel, Háskóla Íslands, Innovit og Nýsköpunarmiðstöð Íslands.

Mikil þörf er á að efla tengsl milli nemenda og fyrirtækja hér á landi og ekki hvað síst í haftengdum greinum. Erlendis tíðkast að bjóða upp á starfsnám sem getur síðar leitt til ráðningar en hér á landi er lítið um slíkt og er þetta því leið Íslenska sjávarklasans til að efla slík tengsl. Sem stendur er megináhersla lögð á haftengd verkefni og verkefni tengd nýsköpun. Vefurinn er þó opinn fyrirtækjum í öllum atvinnugreinum og nemendum sem hafa brennandi áhuga á að vinna raunhæf verkefni fyrir atvinnulífið.

Vefurinn hefur nú þegar verið opnaður og verður formlega kynntur meðal nemenda á Framadögum sem haldnir verða 6. febrúar frá kl. 11 - 16 í Háskólanum í Reykjavík. 

              GEORG   Iceland Geothermal    

 

Verkefnamiğlun.is | Íslenski sjávarklasinn, Hús Sjávarklasans, Grandagarği 16, 101 Reykjavík | verkefnamidlun@verkefnamidlun.is 

 

© 2012 Íslenski sjávarklasinn