FAQ

Hvernig fara skráningar á verkefnum fram?Fyrirtćki geta skráđ verkefni á ţeirra vegum međ ţví ađ fylla út eyđiblađ undir "Skráning verkefna" hér til

FAQ

Hvernig fara skráningar á verkefnum fram?
Fyrirtæki geta skráð verkefni á þeirra vegum með því að fylla út eyðiblað undir "Skráning verkefna" hér til hliðar.
Nemendur geta skráð sig og skapað prófíl með því að fylla út eyðublað undir "Skráning nemenda" hér til hliðar.

Eru fyrirtæki að greiða fyrir unnin verkefni?
Greiðslur og aðrar þóknanir eru samningsatriði milli nemanda og fyrirtækis. Í einhverjum tilvikum eru launuð verkefni og í öðrum ólaunuð. Sum eru hugsuð sem lokaverkefni sem nemendur fá metin til eininga og svo framvegis.
Íslenski sjávarklasinn ehf. og aðrir aðstandendur síðunnar bera ekki ábyrgð á samningagerð milli nemenda og fyrirtækja.

Er þetta framtak einungis hugsað fyrir nemendur á háskólastigi?
Framtakið er hugsað jafnt fyrir nemendur á háskólastigi sem og framhaldsskólastigi.

Hvernig sæki ég um verkefni?
Nemendur hafa beint samband við tengiliði verkefnisins til að fá frekari upplýsingar og sækja um tiltekið verkefni.

Er nauðsynlegt að skráð(ur) á LinkedIn?
Það er ekki gerð krafa um slíka skráningu en við mælum með því að vera skráð og hafa uppfærða og lifandi ferilskrá sem fyrirtæki geta nálgast með einföldum hætti.

Hvernig nálgast ég nemanda?
Fyrirtæki setja sig beint í samband við nemendur og því er mikilvægt að þeir gefi upp slíkar upplýsingar til að auðvelda aðgengi fyrirtækja að nemendum. 

Hver sinnir fyrirspurnum nemenda sem eru áhugasamir um tiltekin verkefni?
Hvert fyrirtæki sér um að svara fyrirspurnum sem tengjast þeirra verkefnum. Því er gott ef tengiliður sé reiðubúinn að svara spurningum. Sé verkefni þegar komið í vinnslu eru fyrirtæki beðin um að hafa samband við Evu Rún Michelsen sem heldur utan um skráningar á netfangið eva@verkefnamidlun.is til að taka auglýsingu úr birtingu.

Hvern get ég haft samband við ef vandamál koma upp?
Vinsamlegast sendið tölvupóst á verkefnamidlun@verkefnamidlun.is ef eitthvað kemur upp.

Hver stendur á bakvið þennan vef?
Íslenski sjávarklasinn ehf. stendur á bakvið vefinn og er hann til kominn vegna samstarfs með menntahóp sjávarklasans sem samanstendur af fulltrúum háskóla og menntaskóla hér á landi sem bjóða upp á nám í haftengdum greinum.


 

              GEORG   Iceland Geothermal    

 

Verkefnamiđlun.is | Íslenski sjávarklasinn, Hús Sjávarklasans, Grandagarđi 16, 101 Reykjavík | verkefnamidlun@verkefnamidlun.is 

 

© 2012 Íslenski sjávarklasinn